Tungumál í notkun: is Íslenska

Tungumál
Selected Language:

Heim - Um

Um Cloud Library

Messenger International hefur ákveðna alþjóðlega sýn um að hafa þetta efni aðgengilegt fyrir forstöðumenn og leiðtoga óháð staðsetningu eða fjárhagslegri stöðu. Cloud Library var sett upp í þessum tilgangi og starfar þannig sem alþjóðleg dreifingarþjónusta sem heimilar frjálst niðurhal og streymi á þýddu efni.

Markmið okkar er að gera þetta efni aðgengilegt á öllum helstu tungumálum heims og opna þannig fyrir tækifæri til á að ná til yfir 98% af íbúum jarðar. Cloud Library er leið til að ná þessu markmiði. Fólk spyr hugsanlega; “Hvers vegna?” Jú, vegna þess að rafræn miðlun efnis er mun hraðvirkari en dreifing á bókum með gamla laginu. Við vonum að skýið okkar komi þér að góðum notum.

Frá höfundunum

Jesú sendi okkur ekki aðeins til að predika fagnaðarerindið, heldur líka að þjálfa og byggja upp lærisveina. Boðskapurinn mun hjálpa þér að gerast lærisveinn Krists. Við fjárfestum í þjálfun fólks vegna þess að við höfum trú á því og getu þess, að fyrir náð Guðs eflist áhrif þess á nærumhverfi þess og um heim allan. Guð hefur gefið okkur af mikilleika sínum og Hann þráir að þekkja okkur persónulega. Þetta efni mun hjálpa okkur að uppgötva náið og persónulegt samband við Guð. Þegar við byggjumst upp í samfélagi okkar við Krist, umbreytumst við fyrir kraft orða Hans.

Guð skapaði þig í ákveðnum tilgangi sem er einstakur miðað við gjafir þínar og áhrif sem þú getur haft. Við hvetjum þig að leita eftir því að vilji Guðs rætist í lífi þínu. Bæn okkar er sú að þetta efni styrki þig á ferð uppgötvanna sem framundan eru.

Blessun til þín og þinna,

John & Lisa Bevere

Stuðningur við hugsjónina

Brennur hjarta þitt fyrir því að sjá hvernig efni sem getur umbreytt fólki verður dreift um allan heim? Ef þú hefur áhuga á að styrkja starfsemi Cloud Library, sendu þá tölvupóst á getinvolved@cloudlibrary.org. Við þökkum þér fyrirfram fyrir bænir þínar og stuðning!